Greinar:

Hátíðarræða flutt á Umdæmisþingi Rótary á Íslandi í Borgarnesi þann 9. október 2015. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er í dag – yfirskrift dagsins er „virðing í geðheilsu“

10. október 2014
Ó - geð
Í dag er alþjóðageðheilbrigðisdagurinn. 10. október sem varð að hátíðardegi geðheilbrigðis árið 1992 og því er þetta í 23. skiptið sem alþjóðasamfélagið fagnar geðheilbrigði. Við Íslendingar höfum fagnað þessum degi nær öll árin.

10. október 2013
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn - Hrós
"Þessir þrír hópar eiga hrós skilið fyrir þær framfarir sem hafa orðið í geðheilbrigðismálum á Íslandi undanfarin ár."
Í gær var alþjóða geðheilbrigðisdagurinn haldinn hátíðlegur í 23. skiptið. Það voru Alþjóða geðheilbrigðissamtökin (World Federation for Mental Health) sem áttu frumkvæði að deginum árið 1992. Tilgangurinn var að vekja vitund almennings um mikilvægi geðheilsu, fræða fólk um eðli og afleiðingar geðraskana og sporna gegn fordómum og mismunun.

17. maí 2011
Staða geðheilbrigðismála á Íslandi - grein eftir Héðin Unnsteinsson og Jónu Rut Guðmundsdóttur
Það er okkar skoðun að málaflokkurinn þurfi núna sem aldrei fyrr á skýru utanumhaldi, samvinnu og forystu að halda."
Í upphafi árs 2005 sátu heilbrigðisráðherrar 52 Evrópulanda á fundi í Helsinki og ræddu breyttar áherslur í geðheilbrigðismálum á ráðherrafundi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Meðal þeirra var heilbrigðisráðherra Íslands. WHO hafði undirbúið fundinn í nærri eitt ár og mótað stefnu fyrir Evrópu í málaflokknum í miklu samráði við alla hagsmunaaðila.

10. október 2010
Geðheilsa okkar – þörf á samþættu átaki - grein eftir Héðinn Unnsteinsson og Pál Matthíasson
"Það búa allir við mismikla geðheilsu og það ætti að vera markmið stjórnvalda að efla hana og bæta m.a. í gegnum stefnur í efnahags- og félagsmálum."
Hvað felst í orðinu geðheilsa á sér enga eina algilda skýringu. Geðheilsa felst í hugsunum okkar, tilfinningum, líðan og gerðum er við tökumst á við lífið.

5. janúar 2010
Fordómar í garð fólks með geðheilbrigðisvandamál
 "Fordómar eru sérstakt fyrirbrigði, afar huglægir og erfitt ef ekki ómögulegt að mæla. Upplifaðir fordómar eru eitt en skilgreindir fordómar annað."
„Ef þú ferð að skipta þér af eða vinna í geðheilbrigðiskerfinu eftir að hafa þurft á því að halda sem sjúklingur áttu það á hættu að verða ævilangt smækkaður niður í þá geðgreiningu sem þú fékkst þar.“

10. október 2009
Breyttar áherslur í geðheilbrigðisþjónustu - grein eftir Héðin Unnsteinsson og Pál Matthíasson
 "Við þurfum geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun sem tekur á geðrækt og vellíðan allra borgara, vinnur gegn fordómum, mismunun og félagslegri einangrun."
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) áætlar að á einhverjum tíma æviskeiðs síns muni einn af hverjum fjórum landsmönnum upplifa röskun á geði. Á tímum sem þeim er við lifum nú mætti ætla að sú tala væri hærri, en enn sem komið er hefur geðheilbrigðistengt álag á geðsvið LSH og heilsugæslustöðvar ekki aukist nema lítillega (komum á bráðamóttöku geðdeildar LSH hefur fjölgað um 7,4% það sem af er árinu, samanborið við sama tíma í fyrra). Hins vegar má búast við að ásókn vaxi til lengri tíma.

18.mars 2007
Geð-ráð til heilla og eftirbreytni - Þriðja grein - Í þjónustu geðheilbrigðis í Evrópu
Langt í land Rúm með búri á geðdeild í ónefndu landi í Evrópusambandinu árið 2005. Mannréttindi geðsjúkra eru víða ekki lengra komin.
Á Nýja-Sjálandi starfar geðráð og slíkt ráð er í undirbúningi í Kanada. Íslensk stjórnvöld gætu riðið á vaðið hér á landi og hafið undirbúning að geðráði, sem yrði víðtækur samstarfsgrundvöllur.

11. mars 2007
Umbreytingar í Albaníu - önnur grein - Í þjónustu geðheilbrigðis í Evrópu
Ástand geðheilbrigðismála í Albaníu er bágborið. Fólk dúsir inni á stofnunum áratugum saman við slæman aðbúnað og lítill sem enginn gaumur er gefinn að því að efla einstaklinginn og finna honum hlutverk og tilgang.
Ég sat í flugvélinni og horfði yfir fjöllum skorna sléttuna þar sem Tirana sat í kjöltu hárra fjalla. Þetta var þriðja heimsókn mín til Albaníu. Nú ætlaði ég að stoppa í viku , heimsækja þrjú geðsjúkrahús og funda með notendum og fyrrum notendum geðheilbrigðisþjónustunnar. Ferðin var líkt og hinar fyrri skipulögð í samvinnu við skrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálaskrifstofunnar (WHO) í Albaníu og hluti af ICS verkefninu.

4. mars 2007
Í þjónustu geðheilbrigðis í Evrópu - Fyrsta grein af þremur
Það var í marsmánuði árið 2004 sem ég hóf störf fyrir geðheilbrigðissvið Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðis-málastofnunarinnar (WHO-EURO) í Kaupmannahöfn – þá nýkominn úr meistaranámi í Alþjóðlegri stefnumótun við Háskólann í Bath á Englandi, sem beindist að stefnumótun í heilbrigðis- og félagsmálum, með geðheilbrigðismál sem sérstakan áhugaflokk, þrátt fyrir að námið miðaðist að stefnumótun fyrirtækja jafnt og ríkis í hnattvæddum heimi.

26. september 2006
Raunveruleg geðheilbrigðismál
"Ég tel það afar mikilvægt að félagsleg nálgun, mannúð og áhersla á styrk einstaklinga og þarfir sé höfð í hávegum þegar kemur að þróun stoðþjónustunnar og umhverfis hennar."
EFTIR að hafa lesið grein Eydísar Sveinbjarnardóttur, geðhjúkrunarfræðings og sviðsstjóra á geðsviði Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH), hér í Morgunblaðinu 1. september síðastliðinn gladdist ég. Loks steig fram á "geðsviðið" fagaðili sem var tilbúinn að taka þátt í þeirri umræðu sem notendur þjónustunnar ásamt fleirum úr borgaralegu samfélagi hafa svo sárt kallað eftir nú um nokkurt skeið.

4 júlí 2006
Ný landsýn
Samfélag manna er í stöðugri þróun. Þróun sem tekur mismikinn tíma eftir því í hvaða málaflokki er borið niður. Það hefur verið einkennandi fyrir lifandi verur frá upphafi að sækja í viðurkennt ástand sér til framfærslu og aukinna líkna á fjölgun og velsæld. Þarna er mannskepnan engin undantekning. Við leitumst við að falla í félagslega normið og uppfylla þau skilyrði tilvistar sem samfélagið, lögin og hégóminn m.a. setja okkur. Fáir synda gegn straumnum, þó það sé nú í æ ríkara mæli að færast í tísku. Í ljósi þessa og þeirrar staðreyndar að ramminn utan um þessa "norm-hyggju" er samansettur úr hlutlægum mælikvörðum vísinda og "grunn-staðreynda" sem fáir leyfa sér að efast um skulum við um stund gleyma öllu sem okkur hefur verið sagt og kennt.

10. október 2005
Geðland
 MÉR hefur, í gegnum þau ár sem ég hef haft ástæðu til að fagna geðheilbrigði mínu, þótt 10. október vera góður dagur til þess. Haustið er góður árstími til að minna sig á geðheilbrigði. Minna sig á hvaða þættir hafa áhrif á lundina og hverja þeirra við getum haft áhrif á. 10. október er Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn.

1. október 2005
Hlúðu að því sem þér þykir vænt um
Héðinn Unnsteinsson skrifar Geðorð nr. 2: "Það sem við öll þurfum og þráum: athygli er æ erfiðara að upplifa í heimi sem nærist á sjálfhyggju."
Í DAG er ég ástfanginn. Mér líður vel. Ég finn hvernig hormónaflæði líkamans hefur breyst og lyftir lund minni og líkama á hærra plan. Gerir mig á einhvern hátt ósnertanlegan. Ég er ástfanginn af annarri manneskju. Það er eins og það renni upp fyrir mér þessa dagana að e.t.v. sé það besta sem ég get gert fyrir sjálfan mig það að gera eitthvað fyrir aðra. Að þversögn lífsins og lífshamingjunnar sé að gefa það sem manni langar mest í sjálfum. Það hljómar hálf öfugsnúið á tímum sem einkennast af andhverfu þess fyrrnefnda.

3. apríl 2005
Vald - val - vísindi - von
Yfirlýsing og aðgerðaáætlun 52 Evrópulanda í geðheilbrigðismálum fela í sér framtíðarsýn um aukna samvinnu milli stjórnmálamanna, notenda þjónustunnar og fagfólks að bættu geðheilbrigði.
Það var vorið 1938 að Ugo Cerletti fékk hugmyndina að því að prófa raflost við geðsjúkdómum. Hann hafði þann vordag farið snemma út og heimsótt slátrarann og veitt því athygli að slátrarinn deyfði svínin með raflosti áður enn hann tók líf þeirra með eggvopni. Cerletti sá einnig að svínin fengu flog áður en þau róuðust svo auðveldara væri að aflífa þau.

10. október 2004
Efnið og andinn
 "Ég bið fyrir samvinnu notenda, stjórnenda, stjórnmálamanna og alls almennings um geðheilbrigði á Íslandi sem annars staðar."
Í efninu býr andinn og andinn gefur efninu tilgang og gildi. Hvorugt getur án annars verið. Eins er það með heilsuna. Líkamleg heilsa og geðheilsa eru ofnar órjúfanlegum böndum og eru í eðli sínu eitt og hið sama, sprottnar af sama meiði, geta hvorug án annarrar verið er þær marka og móta hvor aðra eins og tómið mótar það sem það umlykur. Birtingarform þessarar tvíhyggju er mannveran, heil og fullkomin í sínum ófullkomleika.

15. júní 2004
G-evrópa
 Í HELSINKI um miðjan janúar á næsta ári halda Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Evrópusambandið ráðherraráðstefnu allra 52 Evrópulanda. Þar hittast heilbrigðisráðherrar, embættismenn, fræðimenn og fulltrúar frjálsra félagasamtaka og ræða þann víðfeðma málaflokk: geðheilbrigðismál í Evrópu á fjögurra daga lokuðum fundi. Áhersla fundarins er m.a. á geðheilbrigði barna og unglinga, geðheilbrigði og vinnu og geðheilsu eldri borgara, ásamt því að ræða fordóma og þjónustu við geðsjúka. Ætlunin er að heilbrigðisráðherrarnir skrifi undir yfirlýsingu og framkvæmdaáætlun sem hrinda á í framkvæmd til að auka geðheilbrigði Evrópubúa á tímum örra breytinga; og næg ástæða er til.

10. október 2002
Geðsaga
"Getur verið að geðveikin færist í aukana eftir því sem mannkyn færist fjær uppruna sínum, fjær náttúrunni?"
Í DAG er 10. október, hinn alþjóðlegi geðheilbrigðisdagur. Í heimi sem elur af sér svo margt af því illa sem við sem manneskjur glímum við alla daga er mikilvægi heils geðs og heillar ásjónu nú meira en nokkru sinni. Þema dagsins er í anda atburða 11. september árið 2001, eða: Áhrif áfalla og ofbeldis á börn og unglinga. Ég ætla mér að ræða aðra hlið geðheilbrigðis í dag.

19. febrúar 2002
Tilbrigði við heilbrigði
ÉG er með hausverk. Ég er með hausverk af þeim flaumi af áreitum sem fylgja nútímamarkaðssamfélagi. Samfélagi þar sem tilveran er uppfull af skilaboðum frá fyrirtækjum og aðilum sem vilja þjónusta okkur og hagnast á þörfum okkar og löngunum. Skyndilega eru grunnþarfir mannsins orðnar fjölmargar. Okkur eru á borð bornar grímuklæddar langanir sem orðnar eru að þörfum. Við "þurfum" urmul af alls kyns dauðum hlutum til þess að koma okkur í gegnum daginn. Markaðurinn telur okkur trú um að við komumst ekki af án allskyns "óþarfa". En hverjar eru grunnþarfirnar?

2. janúar 2002
Jafnvægi Asklepíosar
JAFNVÆGIÐ er lykilorð í tilverunni. Lífið er í eðli sínu röð kvarða á jafnvægisstiku. Á öðrum endanum er jafnvægi og hinum ójafnvægi. Hámarks vellíðan öðrum megin og dauði hinum megin (mynd 1). Náttúran leitast við að halda jafnvægi og það er einmitt í jafnvægi sem okkur mönnunum líður best. Við upplifum öryggi og vellíðan í jafnvægi. Í raun eru tveir meginþættir sem segja til um jafnvægi okkar í lífinu, annars vegar erfðaefni okkar og hins vegar allar umhverfisaðstæður og atburðir sem fylgja okkur frá vöggu til grafar.

6. september 2001
Íslenska veikindakerfið
Þeir aðilar sem ég ræddi við þar furðuðu sig á þeirri staðreynd, segir Héðinn Unnsteinsson, að forvarnir á Íslandi væru svo ósamhæfðar og margar sem raun ber vitni í svo fámennu landi.

UM ALLNOKKURT skeið nú hefur borið á þeirri skoðun í Evrópu og Bandaríkjunum að "heilbrigðiskerfi" þau sem þjóðir hins vestræna heims búa við séu í raun veikindakerfi. Kerfin séu of miðuð að því að taka á heilsufarsvanda eftir að hann er kominn upp. Ef þetta er rétt ætti íslenska kerfið að taka upp veikindaforskeytið í stað heilbrigðisforskeytisins. Þá yrði heilbrigðisráðherra að veikindaráðherra, heilbrigðisþjónustan að veikindaþjónustunni o.s.frv.

26. maí 2001
Vill öfluga forvarnamiðstöð fyrir alla málaflokka
Í heilbrigðisstefnu stjórnvalda í Bretlandi er nú aukin áhersla lögð á eflingu geðræktar og forvarnir gegn sjálfsvígum. Héðinn Unnsteinsson, verkefnisstjóri hjá Geðrækt, er nýkominn frá Bretlandi þar sem hann kynnti sér stefnuna og framkvæmd hennar.
"Síðasta öld var öld meðferða, að taka á vandanum eftir að hann kemur upp. Nýja hugsunin er að leggja aukna áherslu á að fyrirbyggja vandann svo hann komi ekki upp," segir Héðinn Unnsteinsson, verkefnisstjóri hjá Geðrækt, en í ferð sem hann fór nýverið á vegum landlæknis heimsótti hann Bretland, skoðaði geðsjúkrahús í Sviss og sótti ráðstefnu Evrópusambandsins um geðheilbrigðismál í Brussel.

7. apríl 2001
Geðheilbrigði - Fordómar - Til íslensku þjóðarinnar
Fordómar tengdir geðsjúkdómum, segir Héðinn Unnsteinsson, eru aukaálag á þá sem veikjast og aðstandendur þeirra
ÁGÆTU landsmenn. Í dag, 7. apríl, er alþjóðaheilbrigðisdagur WHO, þetta árið helgaður geðheilbrigði. Í dag taka þjóðir heims sig saman og fagna geðheilbrigði en minnast þess í leiðinni hversu mikið er óunnið svo að flestir megi búa við þá vellíðan sem góð geðheilsa er. Það er því miður mikið óunnið.

6. janúar 2001
Fyrirkomulag forvarna á Íslandi
Auður okkar liggur í heilbrigðu, hraustu mannfólki, segir Héðinn Unnsteinsson.
NAUÐSYNLEGT er að endurskipuleggja fyrirkomulag forvarna á Íslandi. Aukin samvinna og sameining karfta allra þeirra aðila sem starfa að forvörnum mun leiða til stóraukins árangurs á því sviði, auk betri nýtingar fjármagns.

10. október 2000
10.10.2000 ad
Geðrækt er sú rækt, segir Héðinn Unnsteinsson, sem við viljum markaðssetja meðal landsmanna.
Í DAG er hinn alþjóðlegi geðheilbrigðisdagur. Þessi dagur hefur öðlast þann sess að vera baráttudagur geðfatlaðra og aðstandenda þeirra. En öll búum við við geð og geðheilsu, mismunandi góða og öll eigum við það sameiginlegt að vilja gera allt til þess að hlúa að geðheilsunni. Skiptir þá engu máli hvort við höfum upplifað geðsjúkdóm eður ei. Samkvæmt tölum alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eiga allt að 22% landsmanna við geðraskanir að stríða á hverjum tíma. Það skilur 78% eftir sem eru heil á geði.

10. október 1999
10. október 1999
Sinna verður geðheilsunni jafnvel og líkamlegri heilsu, segir Héðinn Unnsteinsson. Hætta að grafa holur og fela viðkvæm málefni geðsins. ÞAÐ er engin heilsa án geðheilsu. Þetta eru slagorð alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í geðheilsuátaki stofnunarinnar. Í dag er alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur og því rétt að undirstrika merkingu og sannleiksgildi þessara orða. Sýna fram á hve vel þau eiga við, í dag sem alla daga. Geðheilbrigðisdagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur á Íslandi árið 1996. Uppákomur dagsins hafa á þessum þremur árum að mestu leyti verið skipulagðar af Geðhjálp og aðalinntak þeirra verið hagsmunabarátta geðsjúkra. En geðheilbrigði er ekkert einkamál þeirra er glíma við geðsjúkdóma. Geðheilsa snertir alla.

10. október 1998
Framtíð geðsjúkra - Ég á mér sýn
Á morgun er hinn alþjóðlegi geðheilbrigðisdagur, 10. október. Á þessum degi gera geðsjúkir, víðs vegar um heiminn, sig sýnilega og vekja máls á slnum baráttumálum. Ísland er þar engin undantekning. Í tengslum við þennan dag hafa Geðhjálp, líknarfélag geðsjúkra, og Kiwanishreyfingin á íslandi hrundið af stað söfnun til styrktar geðsjúkum. Söfnunin stendur yfir dagana 8.-10. október, en þá munu félagar úr Kiwanis selja K-lykilinn undir yfirskriftinni, „Lykill að framtíð Geðhjálpar". Ég á mér sýn. Ég á mér sýn, sýn um kröftugt starf í þágu geðsjúkra utan geðdeilda, sýn um þroskað og upplýst viðhorf almennings í garð geðsjúkra og sýn um brotthvarf skammarinnar úr lífi geðsjúkra. Ég trúi því að þessar sýn geti ræst. En til þess að svo verði þurfa samtök eins og Geðhjálp að dafna. Þjóðin hefur nú færi á að styrkja Geðhjálp og fá til baka aukna fræðslu og umfjöllun um geðsjúkdóma sem allt of margir bera kvíðboga fyrir. Kannski er sá ótti skiljanlegur þar sem við erum oft hrædd við það sem við skiljum ekki. En með sterkum samtökum, eins og Geðhjálp vonandi verður, ætti að verða auðveldara að vinna bug á skilningsleysi fjöldans og þeim fordómum sem þrífast í skugga þess.

 

Umfjöllun

Eðlilegt fólk - Umfjöllun í Fréttablaðinu 21. mars 2019

Skoðanir Héðins höfðu áhrif - Frétt í Morgunblaðinu 24. Apríl 2015

Gagnrýnin reyndist dýrkeypt. Frétt í Morgunblaðinu 25. mars.

 

Kastljós

Rætt við Héðinn Unnsteinsson, sem um árabil starfaði að geðheilbrigðismálum hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni og hefur sjálfur glímt við geðraskanir, um reynslu hans af íslenska geðheilbrigðiskerfinu.
Birt þann 25. mars 2015

 

Fyrirlestrar

Héðinn Unnsteinsson ráðgjafi í geðheilbrigðismálum og fyrrum sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) Hér má finna glærur Héðins: http://prezi.com/thiohnllopjv/i-viu-samhengi-erindi-a-malingi-gehjalpar-hvers-viri-er-frelsi-23012014/