„Reynslusaga Héðins er miklu meira en persónuleg frásögn af ferðalagi einstaklings gegnum þjáningar, uppgötvun, skilning og bata. Bókin er einnig tilfinningaríkt og sannfærandi ákall um von, virðingu, frelsi og mannréttindi; einstaklingssaga sem heilbrigðiskerfið allt getur dregið lærdóm af.“
Benedetto Saraceno, prófessor í alþjóðaheilbrigðismálum við Nova University í Lissabon og framkvæmdastjóri samstarfsmiðstöðvar WHO í geðheilbrigðismálum

„Bók Héðins Unnsteinssonar Vertu úlfur - wargus esto - er einhver magnaðasta og áhrifaríkasta lesning sem til mín hefur ratað. Þvílíkur talsmaður fyrir betri geðheilbrigðisþjónustu, meiri mennsku og auknum skilningi á þörfum þeirra sem glíma við andlega erfiðleika. Það á enginn að geta útskrifast í íslensku heilbrigðiskerfi, hvorki læknar né aðrir, án þess að lesa þessa bók. Þar fyrir utan er hún feiknalega vel skrifuð, skemmtileg um leið og hún er svo sorgleg að maður getur ekki lesið nema nokkrar síður í einu.“
Þórunn Sigurðardóttir

„Héðinn hefur ætíð veitt mér innblástur. Á ferðalagi sínu milli skynsviða, frá ljósi í dimmu og aftur til baka, hefur hann öðlast skýra sýn sem á erindi við alla.“
John Bowis, fyrrv. heilbrigðisráðherra Bretlands og talsmaður Evrópuþingsins á sviði heilbrigðismála

„Það þarfkjark til að skrifa svona bók og það hvorki getur né gerirheldur ekkihver sem er. Ég ... lagði hana varla frá mér fyrr en ég hafði lokið við hana. Það sem þú lýsir er upplýsandi bæði fyrir almenning og stjórnvöld, en ekki síður er það mikil gjöf að fá innsæi og skilning á tilfinningalegri upplifun og aðstæðum manneskju sem fær geðsjúkdóm, og á baráttunni við „kerfið“.
Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor, Háskóla Íslands

„Hún hafði mikil áhrif á mig og boðskapurinn er sterkur og fallegur eins og höfundurinn. Það þarf að fylgja henni eftir og ekki má líta á hana sem einstaka reynslu eins manns heldur sameiginlega reynslu margra þótt þar komi  vissulega til mismunandi og ólíkar birtingarmyndir. Fordómarnir og stimplunin eru það hættulegasta og kannski það versta við það sem við köllum geðsjúkdóma, ekki sjálfur sjúkdómurinn/ástandið þótt vont sé heldur hvernig umhverfið bregst við. Mér fannst einstaklega fallegt og grípandi að sjá áherslu þína á kærleikinn og fyrirgefninguna. Það þarf sannarlega á hvorutveggja að halda í  samfélaginu og er kannski lykillinn að lífsgleðinni.“
Lára Björnsdóttir, félagsráðgjafi og fyrrverandi formaður velferðarvaktarinnar.

Héðinn. Bókin þín rokkar.
Einar Örn Sigurdórsson, /  Quiver

„Bókin verður mun meira en „þarft“ verk og fræðandi … í þessu tilfelli eru þetta fagurfræðiskrif … Textinn er ekki of tilfinninga- þrunginn þrátt fyrir fallegt og mikið myndmál, oft kómískt. Það er frumlegt, fágað og ekki er það síst því að þakka að lesandinn fær glögga mynd af oflætis- og þunglyndis- ástandinu til skiptis. Næm skynjun á umhverfinu skilar sér svo í áhugaverðum umhverfis- og mannlýsingum.“ 
Júlía Margrét Alexandersdóttir / Morgunblaðið

„Ótrúlega áhugaverð … Maður er nánast lamaður við að lesa þessa bók. Hún er svakalega sterk og áhrifamikil … Héðinn er fantagóður penni, dásamlegur texti.“
Friðrika Benónýsdóttir / Kiljan

„Mjög áhrifarík … maður er vanari að lesa svona í skáldskap … það er nánast óþægilegt að lesa hana á köflum …“
Þorgeir Tryggvason / Kiljan

„Héðinn er gáfaður maður með rosalegt innsæi og það er mikið innsæi í þessari bók.“
Egill Helgason / Kiljan

„Bók sem sannarlega hristir upp í stöðluðum hugmyndum, eftir höfund sem veit af eigin reynslu hvernig geðheilbrigðiskerfið virkar, bæði utan og innan frá, og er alls óhræddur við að segja sína meiningu.“ 
Friðrika Benónýsdóttir / Stundin

„Vertu úlfur – vægðarlaus saga af hamskiptum er einhver magnaðasta lesning mín til þessa. Gat ekki lagt frá mér þessa stórbrotnu, einlægu og hugrökku frásögn manns sem hefur gengið í gegnum hrikalega erfiða lífsreynslu en komist heill til baka og deilir nú sögu sinni með okkur. Skyldulesning fyrir alla sem hafa áhuga á mannlegu eðli og almennum mannréttindum, uppfull af dramatík og kærleika. Takk Héðinn Unnsteinsson! Bók sem breytir lífi manns…“
Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikari